• Icelandic
  • English
  • German
0
Hlutir Magn VerðHöfundurinn.

Kristín Þórunn Helgadóttir fæddist 1.nóvember 1960 .Foreldrar hennar voru Jóna Björk Kristjánsdóttir og Helgi Árnason og bjuggu þau í Alviðru Dýrafirði og ólst Kristín þar upp ásamt 4 systkynum sínum.Í dag býr hún á Þingeyri ásamt manni sínum Brynjari og á hún 2 uppkomin börn og 5 barnabörn.Kristín hefur alltaf verið náttúrubarn og farið sínar eigin leiðir,hún hafði mjög gaman af að teikna sem barn en fanst handavinna leiðinleg af því að það þurfti alltaf að fara eftir forskrift og gera nákvæma eftirmynd.Árið 1990 byrjaði hún að höggva út í rekavið,fyrst með skaröxi og handverkfærum en síðar fór hún líka að nota keðjusög og fleiri rafmagnsverkfæri.Kristín var mikið í fjörunni að leita að rekavið og þar var þarinn góði og var hún alltaf að dáðst að og þessum fallegu flotkúlum í honum og henni langaði að gera sér hálsmen til að ganga með og eftir mikil heilabrot og tilraunir varð til hálsmen ,ein þarakúla á leðurreim og skartaði hún henni gjarnan.Einhverjum árum síðar fyrir tilviljun lenti Kristín til borðs með Georg Hollander listamanni og leikfangasmið í Eyjafirði og bauð hann henni að skoða vinnustofu sína daginn eftir og í þeirri heimsókn var Kristín með hálsmenið góða úr klóþanginu og sýndi hann því mikinn áhuga og Þegar hann vissi úr hverju hálsmenið var sagði hann að þetta væri verðlaunahugmynd og í framhaldi af því gerði Kristín fleiri hálsmen og sótti um að komast inn á sýningu Handverks og Hönnunar 2010 af því að hún vissi að það var mjög erfitt að komast þar inn og ef það tækist þá væri þetta greinilega góð hugmynd.Kristín komst inn og hefur verið með hálsmenin sín þar á hverju ári síðan.Með árunum hefur skartgripagerðin þróast og núna býr hún til hálsmen ,eyrnalokka og armbönd.